Uncategorized — 17/02/2015 at 09:29

Ray Parlour hrósar Giroud

by

Arsenal v Everton - Premier League

Fyrrum miðjumaður Arsenal, Ray Parlour, hrósar framherjanum Olivier Giroud í viðtali við SkySports og segir að hann sé í góðu formi þessa dagana.

Giroud skoraði bæði mörk Arsenal á tveggja mínútna kafla í 2-0 sigrinum á Middlesbrough í bikarnum um helgina.

Ray Parlour:
Giroud er í formi þessa dagana. Hann skorar mörk og skapar þau fyrir aðra. Stundum gegn Middlesbrough var Welbeck að spila með Giroud, svo að ég held að Wenger sé ekki sá stjóri sem segir þér að vera bara vinstra megin eða bara hægra megin. Hann vill skiptingar.

Stundum gat Giroud verið á vinstri og Welbeck frammi og svona hefur Arsenal alltaf æft sem lið. Þeir geta spilað tveir frammi. Welbeck var einnig góður og skapaði vandræði með hraða sínum en Giroud er að spila vel í augnablikinu og skorar mörk.

EEO

Comments

comments