Uncategorized — 16/06/2011 at 15:21

Randall, Deacon og Cruise látnir fara

by

Miðjumaðurinn Mark Randall, varnarmaðurinn Thomas Cruise og framherjinn Roarie Deacon hafa allir verið leystir undan samningi sínum við Arsenal en þetta er yfirleitt gert á hverju sumri við unga leikmenn sem eru ekki taldir eiga neina framtíð hjá Arsenal.

Mark Randall var í láni á síðustu leiktíð hjá Rotherham United og komst varla í liðið þar en Rotherham United leikur í 2.deild.

Roarie Deacon spilaði vel með U-18 liði Arsenal á síðustu leiktíð og því verður það að koma á óvart að hann var látinn fara.

Thomas Cruise spilaði gegn Olympiakos í meistaradeildinni á síðustu leiktíð og var því haldið fram að hann væri mjög efnilegur en líklega er Wenger ekki sammála.

Comments

comments