Uncategorized — 11/04/2015 at 18:55

Ramsey tryggði 1-0 sigur á Turf Moor – 8 sigrar í röð!

by

Ramsey Cazorla

Aaron Ramsey var hetjan þegar hann skoraði mark eftir tólf mínútna leik gegn Burnley á Turf Moor vellinum í Burnley í dag.

Markið kom eftir varnarmistök Burnley, þegar sóknarpressa Giroud þvingaði varnarmann Burnley til að hreinsa boltanum hratt. Það tókst ekki betur en svo að Coquelin komst inn í sendinguna og setti boltan á Alexis, sem reyndi skot, sem fór af varnarmanni á ódekkaðan Özil, en markvörður Burnley varðist vel. Þaðan datt boltinn í teiginn sem endaði með skoti í varnarmann Burnley og þaðan til Ramsey sem setti boltan í þaknetið.

Að öðru leyti var lítið sem gerðist í þessum leik, Cazorla átti fína aukaspyrnu rétt framhjá markinu en vörnin stóð vel og reyndi ekkert rosalega mikið á David Ospina í markinu.

Þetta var áttundi sigurinn í röð í deildinni en einnig áttundi sigurinn í röð í öllum keppnum.

Sjá má myndband af því helsta sem gerðist í leiknum hér að neðan:

Mark Ramsey
Ospina ver aukaspyrnu frá Burnley
Cazorla með fína tilraun úr aukaspyrnu

EEO

Comments

comments