Uncategorized — 16/08/2014 at 18:56

Ramsey: Þetta var mjög erfitt

by

Aaron Ramsey

Miðjumaðurinn Aaron Ramsey var að vonum kátur með að ná þremur stigum gegn Crystal Palace í dag.

Ramsey skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en þessi velski miðjumaður á erfitt með að hætta að skora, en hann fór hamförum í markaskorun á seinustu leiktíð, en hann skoraði einnig gegn Man City í leiknum um samfélagsskjöldinn.

,,Það var mjög erfitt að brjóta þá á bak aftur, þeir misstu stjóran í vikunni, en þú gast aldrei vitað það.”

,,Tony Pulis lét þá spila mjög vel og þeir tóku fullt af stigum undir lokin á seinustu leiktíð. Þú gast séð hve vel skipulagðir þeir voru og það var erfitt en við fáum þrjú stig”

,,Undanfarin tímabil höfum við átt erfitt í fyrsta leik og við gerðum það næstum í dag. Það var mikilvægt að halda áfram að reyna, koma sér í rétt svæði og loksins fór hann inn á 93. mínútu”

Eyþór Oddsson

Comments

comments