Uncategorized — 05/05/2015 at 10:37

Ramsey og Alexis sáu um Hull – Sjáðu mörkin og atvikin

by

Alexis Sanches

Alexis Sanchez skoraði tvö og Aaron Ramsey eitt í nokkuð þægilegum 3-1 sigri á Hull City í gærkvöld.

Arsenal voru 3-0 yfir í hálfleik, en það voru Ramsey og Alexis sem stálu aðallega senunni og áttu frábæran samleik meðal annars í þriðja markinu, þegar Alexis hleypur inn í frábæra stungusendingu Ramsey og skoraði einstaklega snyrtilegt mark.

Alexis hafði komið Arsenal yfir með marki úr aukaspyrnu, en markvörður Hull kom engum vörnum við eftir að boltinn hafði viðkomu í varnarvegg Hull City manna.

Ramsey skoraði annað markið sem einnig hafði viðkomu í leikmanni Hull City áður en boltinn fór í netið.

Alexis Sanchez 1-0
Aaron Ramsey 2-0
Alexis Sanchez 3-0
Lélegasta dýfa ársins hjá Elmohamady?
Stephen Quinn 3-1
Rosaleg hælsending Mesut Özil
Viðtal við Arsene Wenger eftir leik
Viðtal við Steve Bruce eftir leik

Comments

comments