Uncategorized — 13/08/2014 at 16:11

Ramsey með augastað á fyrirliðabandinu hjá Arsenal

by

Aaron Ramsey

 

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal hefur viðurkennt að hann vilji verða fyrirliði félagsins í framtíðinni.

Arsenal tilkynnti nýlega að Mikel Arteta myndi taka við fyrirliðabandinu í kjölfar brottfarar Thomas Vermaelen til Barcelona.

Þegar að Ramsey var tvítugur, var hann gerður að yngsta fyrirliða Wales og hefur hann sagt að hann myndi vera ánægður með að vera gefið hlutverkið hjá Arsenal einn daginn.

“Ég var mjög stoltur þá stund þegar að ég var nefndur fyrirliði Wales af Gary Speed ​svo ungur að aldri,” Opinber vefsíða Arsenal staðfestir þetta.

“Ég var yfir mig ánægður í fyrsta skipti sem hann sagði mér að ég var að vera fyrirliði liðsins og ég naut þess virkilega -. Það var á þessum tíma sem við vorum sem hæst á heimslista FIFA í stuttan tíma þegar Gary Speed var við stjórn.

“Liðið var að fara í rétta átt á þeim tíma. Ég held enn að Wales muni fá að spila á heimsmeistaramótinu einn daginn – Vonandi á næsta ári í Frakklandi. Hvað varðar að vera fyrirliði Arsenal, hver myndi ekki vilja að vera fyrirliði Arsenal? ”

Ramsey skoraði annað mark Arsenal í 3-0 sigri á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldin síðustu helgi.


Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments