Uncategorized — 11/07/2015 at 12:06

Ramsey: Getum unnið titilinn ef allir eru heilir

by

gun__1405782606_BW-RAMBO1_711x400-2

Miðjumaðurinn Aaron Ramsey trúir því að félagið sé tilbúið til að berjast alvarlega við Chelsea um Englandsmeistaratitilinn á næsta ári.

Ramsey trúir því að koma Petr Cech til félagsins gæti verið lykil kaup til að hjálpa Arsenal að taka sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 12 ár.

„Cech er frábær kaup og hefur verið þarna og klárað þetta með Chelsea. Hann hefur mikla reynslu í stórleikjum sem hjálpar okkur, hann er topp markvörður og hefur enn mikil gæði og getur komið með margt. Ég sé bara jákvæða hluti koma frá honum og að hann hafi áhrif á liðið”

„Við höfum frábært lið í augnablikinu svo fremur sem allir eru heilir. Formið okkar á seinni hluta seinasta tímabils var gott en það þarftu að gera yfir allt tímabilið. Vonandi getum við það og náð góðri byrjun og sett okkur snemma í góða stöðu. Við vitum að við höfum gæðin og leikmennina til að safna stigum”

„Þetta er engin spurning um getu okkar, heldur um hvort við getum haldið öllum heilum og ég er bjartsýnn á að það getum við. Chelsea voru á toppnum nánast allan tíman, þeir misstigu sig varla og það verðum við að gera”

EEO
Sama frétt mun birtast á fótbolti.net síðar í dag – Sami höfundur að fréttunum

Comments

comments