Uncategorized — 11/08/2013 at 13:44

Ramsey: Getum ekki beðið eftir Fenerbahce leiknum

by

Aaron-3-aaron-ramsey-10806969-800-600

Aaron Ramsey segir að Arsenal liðið geti ekki beðið eftir að hefja leik í umspilsviðureignum um að komast í Meistaradeildina.

Arsenal voru dregnir gegn tyrkneska félaginu Fenerbahce og eiga því erfiðan leik fyrir höndum en þeir byrja úti þann 21. ágúst.

,,Þetta verður augljóslega mjög erfiður leikur fyrir okkur en við lögðum einnig hart að okkur á síðasta tímabili til að komast í þessa stöðu svo að okkur hlakkar til að fara þangað.”

,,Við áttum mjög góð úrslit þarna fyrir nokkrum árum. Stuðningurinn sem þeir fá er ótrúlegur og ég er viss um að þeir verði tilbúnir í þetta.”

,,Við gerum okkur grein fyrir hvað við þurfum að gera og ég er viss um að með þennan hóp getum við alveg átt góða frammistöðu og fengið góð úrslit.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments