Uncategorized — 22/04/2013 at 17:36

Ramsey: Erum að verjast sem lið

by

Aaron-3-aaron-ramsey-10806969-800-600

Miðjumaðurinn Aaron Ramsey telur gott gengi Arsenal að undanförnu sé komið út frá því að liðið sé að verjast sem ein heild.

Arsenal tóku stórt skref í átt að fjórða sæti með 0-1 útsisigri á Fulham á laugardaginn og eru á góðu skriði í deildinni og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni síðan í byrjun desember (gegn Tottenham og Manchester City).

Ramsey var mjög ánægður með sigurinn og hrósaði miðvarðarparinu Per Mertesacker og Laurent Koscielny fyrir leikinn.

,,Við erum að verjast vel sem lið”, sagði Ramsey. ,,Samskiptin í vörninni eru mjög góð. Það eru allir að vinna fyrir alla og ég held að allir sjái það.”

,,Fulham fékk nokkrar hornspyrnur og uppúr því skapaðist oft hætta en við vörðumst þeim vel. Miðverðir þurftu að skalla marga bolta í burtu.”

,,Það var mikilvægt að sigra leikinn. Við gefum okkur alla í leikina og það sást vel í þessum leik. Við vorum ekki jafn skapandi og venjulega en við héldum hreinu og sigruðum leikinn. Við þurfum að berjast áfram.”

,,Það er alltaf erfitt að spila á Craven Cottage og í dag var enginn undartekning. Við héldum hreinu og skoruðum svo við erum glaðir.”

Eyþór Oddsson

Comments

comments