Uncategorized — 22/07/2012 at 23:52

Ramsey: Ég vil verða betri

by

“Ég vil læra á hverjum degi og verða betri,” sagði Ramsey í viðtali í dag. “Það er ennþá fullt sem aðdáendur eiga eftir að sjá af mér.”

Aaron Ramsey lenti í erfiðum meiðslum þegar hann fótbrotnaði gegn Stoke en virðist hafa náð sér á fullu. Hann allavega átti ekki við eins mörg “smámeiðsli” að stríða síðasta tímabil eins og Diaby, Eduardo og Rosicky hafa lent í eftir sín stóru meiðsli.

Ramsey er einn af fimm leikmönnum frá Wales sem eru í leikmannahópi Breta á Ólympíuleikunum og má því búast við því að hann verði ekki með Arsenal frá byrjun á þessu tímabili.

SHG

Comments

comments