Uncategorized — 18/04/2013 at 13:09

Ramsey ánægður með eigin frammistöður

by

aaron_ramsey_GB

Aaron Ramsey, miðvallarleikmaður Arsenal trúir því að hann sé að sýna heimsbyggðinni hvað í honum býr þessa stundina.

Ramsey hefur verið frábær að undanförnu í hjarta Arsenal miðjunnar eftir að hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hann steig úr löngu meiðslunum sem héldu honum frá keppni í rúmt ár.

,,Ég er mjög ánægður með formið þessa dagana. Ég er að leggja hart að mér og er að koma með góðar frammistöður svo að ég er ánægður,” sagði Ramsey

,,Það skiptir miklu máli fyrir mig að vera á miðjunni, það er mín staða og þar sem ég vill spila,” sagði Ramsey en hann hafði verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína fyrr á tímabilinu þegar honum var spilað langt útúr stöðu.

,,Í upphafi leiktíðar var ég færður útum allt á vellinum, spilaði á vinstri væng, hægri væng, hægri bakvörð jafnvel. Ég var beðinn um að sinna minni vinnu í mörgum stöðum, sem ég geri ánægður fyrir liðið því ef stjórinn vill að ég spili þar þá segi ég ekki nei.”

,,Ég hef þó fengið stöðu mína aftur á miðjunni og er ánægður með það. Frammistöður mínar sýna hvað ég get gert á miðjunni.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments