Uncategorized — 12/08/2012 at 16:50

Poldi með 2 í 4-0 sigri

by

Arsenal spilaði sinn síðasta æfingaleik á þessu undirbúningstímabili í dag á móti Köln. Annað árið í röð sem þessi lið mætast í Þýskalandi, en öfugt í fyrra þá er Podolski núna leikmaður Arsenal.

Arsenal notaði tvö lið í þessum leik og fengu allir nýju leikmennirnir að byrja leikinn og þeir áttu þátt í flestum færum sem Arsenal fékk.

Arsenal komst yfir eftir 8 mínútur eftir horn sem Cazorla tók, sem Giroud hafði fengið eftir frábæran snúning inn í teig og flot skot út þröngu færi. Podolski skoraði annað mark Arsenal úr víti eftir að bortið hafði verið á Chamberlain, en það var Podolski sem fann hann í teingum. Rétt fyrir vítið þá hefði Cazorla átt að skora eftir frábæran undirbúning frá Walcott og Giroud.

Á 21. Mínútu átti svo Giroud að skora eftir frábæran undirbúning frá Walcott og Chamberlain en hann lét verja frá sér. Með smá heppni hefðu því allir þrír nýju leikmennirnir verið búnir að skora. Giroud fékk svo annað færi á 24. mínútu en það var ekki jafn mikið dauðafæri auk þess sem markmaðurinn gerði vel í að verja. Giroud var ekki hættur því á 32. mínútu átti hann flotta skalla eftir hornspyrnu sem var vel varinn. Eftir þetta horn kom fyrsta færi Köln en gott færi þeirra endaði með skoti beint á Mannone. Fyrsta færi sem einhver annar fékk en nýju leikmennirnir kom á 39. mínútu þegar Walcott átti fínt skot úr teignum eftir undirbúning frá Giroud. Podolski og Gibbs náðu svo vel saman á markamínútunni sem endaði með því að Podolski skoraði sitt annað mark og þriðja mark Arsenal. 0-3 í hálfleik.

10 skiptingar voru í hálfleik. Eins og gefið hafði verið út þá kom ekki heilt lið inn á því Podolski var enn á vellinum í stað Persie sem átti að koma inn á í hálfleik. Það tók smá tíma að skora fyrsta markið í síðari hálfleik en það kom á 62. Mínútu þegar Gervinho skoraði eftir undirbúning frá Podolski. Podolski fór svo útaf á 69. mínútu fyrir Robin van Persie sem var með fyrirliðabandið á sér. Lítið gerðist eftir þetta og endaði leikurinn 4-0.

SHG

Comments

comments