Uncategorized — 26/12/2013 at 17:29

Poldi kom sterkur til baka í sigri á West Ham

by

 

West Ham United v Arsenal - Premier League

Það kann að hljóma kaldhæðnislega en loksins þegar Arsenal vinnur aftur þá kemur frétt á síðuna.

Arsenal heimsótti West Ham í dag og með sigri gátu þeir komist aftur upp í efsta sæti, að minnsta kosti í smá tíma. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoraði Carlton Cole fyrir heimamenn eftir tæpa mínútu í síðari hálfleik.

Arsenal voru algjörlega á hælunum þessar upphafsmínútur og með smá heppni hefði West Ham geta verið komið í 3-0 á 10 mínútum. Á 65. mínúti meiddist Ramsey og kom Podolski inn á fyrir hann. Cazorla datt þá í holunum og fengu Arsenal aðdáendur þá loksins að sjá Cazorla sem var svo frábær í fyrra. Hann lagði upp mark fyrir Theo á 68.mínútu, Poldi lagði svo upp fyrir Theo á 71. mínútu áður en Podolski skoraði svo sjálfur og tryggði stigin þrjú sem voru í boði.

SHG

 

Comments

comments