Uncategorized — 04/07/2015 at 09:57

Podolski til Galatasaray í kvöld

by

RSC Anderlecht v Arsenal FC - UEFA Champions League

Framherjinn Lukas Podolski mun skrifa undir samning við Galatasaray fyrir framan stuðningsmenn félagsins í kvöld.

Þetta herma heimildir SkySports fréttastofu en tækifæri hans hafa verið af skornum skammti, og þá sérstaklega eftir kaup Arsenal á Sanchez, Welbeck og Özil.

Hann var lánaður til Inter Milan á seinni hluta seinasta árs en þótti ekki standa sig neitt rosalega vel.

Hann kom árið 2012 frá Köln á 11 milljónir punda en reynir nú fyrir sér í Tyrklandi.

EEO

Comments

comments