Uncategorized — 14/03/2012 at 17:12

Podolski orðinn Arsenal leikmaður ??

by

Flestir netmiðlar eru með það á hreinu að Arsenal sé nú þegar búið að kaupa Lukas Podolski frá Fc Cologne í Þýskalandi. Ekki er nóg með að fréttir segi að Arsenal sé búið að kaupa hann heldur þá er sagt að hann sé búinn að gangast undir læknisskoðun líka. Kaupverðið er sagt vera 10.9 milljónir punda.

Podolski er 26 ára og er búinn að skora 16 mörk fyrir Cologne í vetur en hann hefur alls skorað 43 mörk fyrir Þýska landsliðið síðan árið 2004.

Ekki er búist við staðfestingu frá Arsenal um þessi kaup fyrr en undir lok leiktíðarinnar.

Meira um Podolski er hægt að finna hér

Comments

comments