Uncategorized — 25/03/2013 at 18:10

Podolski gæti þurft að fara í aðgerð

by

PodolskiScoresMontp

Lukas Podolski sem lítið hefur spilað að undanförnu gætu þurft að fara í aðgerð á ökkla í sumar. Hann kom þó inn á í sínum 108. leik með Þjóðverjum í vikunni en læknar þýska landsliðsins vilja að hann fari í aðgerð í lok tímabilsins á Englandi, enda hefur ökklinn hans verið að plaga hann síðan hann var að spila hjá Köln.

Podolski hefur staðið sig þokkalega með Arsenal á þessu tímabili og skorað 13 mörk í 34 leikjum, auk þess að leggja upp 10.

Vonandi gengur allt vel hjá honum og hann verði ekki frá allt næsta tímabil ef hann fer í þessa aðgerð.

SHG

 

Comments

comments