Uncategorized — 23/07/2014 at 23:59

Podolski að sannfæra Khedira?

by

Khedira

Arsenal hafa verið sterklega orðaðir við Sami Khedira miðjumann Real Madrid sem að metinn er á 20 milljónir punda, miðjumaðurinn knái er nú á sínu síðasta ári á Bernabeu .

Bæði Podolski og Khedira voru hluti af landsliðið Þýskalands sem að vann heimsmeistaratitilinn í Brasilíu fyrir rúmum 2 vikum, Podolski, leikmaður Arsenal er að reyna sitt besta til að koma Khedira á Emirates.

“Ég þarf ekki að reyna að sannfæra Khedira að ganga til liðs við Arsenal,” segir Podolski við Bild.

“Khedira veit hversu gott hann gæti haft það með mér, Özil og Mertesacker hjá Arsenal og hann veit líka hvernig saga félagsins er og hvað Arsenal býður uppá.”

“Við áttum frábæran tíma saman á HM og ég vill endilega fá Khedira til Arsenal svo að við getum tengst betur sem liðsfélagar og lið í heildina.”

Khedira hefur skorað 6 mörk í 91 leik fyrir Real Madrid síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart þann 30 Júlí 2010.

Davíð Guðmundsson

Comments

comments