Uncategorized — 11/10/2014 at 04:38

Pistill: Pæling um meiðsli leikmanna – Mögulegar lausnir eða ólausnir

by

Arsenal Training Session and Press Conference

Hvað veldur því að Arsenal haldi stöðugleika í stöðu liðsins í deildinni ár eftir ár en gangi hægt að ná framförum? Þetta er spurning sem brennur mjög á huga Arsenal stuðningsmanna þessa dagana. Margir vilja kenna meiðslum um, en ég vil meina að það er ekki nógu nákvæmt svar að benda á það sem hinn eina sanna sökudólg. Til lengri tíma er ekki hægt að tala um að meiðsli sé það eina sem kemur í veg fyrir framfarir í liði Arsenal. Meiðsli er ekki faktor sem er ekki hægt að bregðast við til lengri tíma litið. Það verður að gera aðgerðaráætlun til að tækla þennan vanda.

Ég er ekki að segja að meiðsli lykilmanna sé ekki stór hluti af þessu, meiðsli lykilmanna er hrikalega stór partur af því þegar frammistaða knattspyrnuliða minnkar. En það þarf að skoða meiðslin, hvað er hægt að gera til að sporna við þessu? Hvernig er æfingaálag leikmanna? Þarf að fækka æfingum? Þarf að fjölga? Þarf að breyta æfingarálaginu? Þarf að breyta áherslum á æfingum? Þarf að fjölga leikmönnum/auka breiddina? Ég vil meina að aukning á breidd sé ekki til að leysa vandan, það gefur Arsenal annars vegar samkeppnishæfari stöðu í deildinni en hinsvegar er þessi aðferð dýr kostnaðarlega og er að mínu mati ekki til að leysa vandan alveg, heldur aðeins skammtímalausn til að hægt sé að hlaupa frá hinu raunverulega vandamáli, sem eru meiðsli leikmanna.

,,According to Pires, the current squad lacks the physical power the ‘invincibles’ team had in players like Sol Campbell, Vieira, Gilberto Silva and Thierry Henry,“ þessi orð frá Robert Pires, sem var hluti af gullaldarliði Arsenal sem vann deildina 2004 án þess að tapa leik eru nokkurskonar uppspretta þess að ég skrifa þennan pistil því mér finnst margt til í þessu.

Hvað það er sem er í gangi á æfingasvæði Arsenal FC og þess háttar veit ég voðalega lítið um, ég veit ekki mikið hvað gerist á bakvið tjöldin en ég hef ákveðnar hugmyndir um vandan. Það er líkamlegi þátturinn sem Robert Pires talar um. Eru leikmenn Arsenal nógu sterklega byggðir til að takast á við þessa deild? Þurfa leikmenn Arsenal að skoða prógram sem gerir þeim kleift að auka hámarksstyrk leikmanna? T.d. styrkja vöðvana svo þeir togni síður undan álaginu, styrkja beinin svo þau þoli frekar það átak sem þau geta lent í? Auka hámarksstyrk svo þeir geti fengið meiri snerpu/sprengikraft, hlaupið hraðar, hlaupið lengra, hlaupið meira, verið sterkari í návígum eða eitthvað slíkt.

Mér hefur einmitt oft fundist vanta þetta drápseðli sem einkenndi liðið í upphafi aldarinnar. Þegar liðið hafði bæði gríðarlegan styrk og kraft til að hrista af sér leikmenn andstæðinganna hvað eftir annað en einnig næg tæknileg gæði til að ganga frá leikjum.

Það er þó ekki nóg að segja að þeir þurfi að auka hámarksstyrk, það þarf að vita hvernig það er gert. Það þarf að bæta innri samhæfingu vöðva og vinna með þá vöðvahópa sem skipta máli í knattspyrnu.

Það þarf þó ekki að vera að þetta sé hin eina sanna lausn. Mögulega eykur þetta álag á leikmenn og eykur því hættuna á meiðslum. Mögulega er því þörf á að fækka tækniæfingum og auka styrktaræfingar í staðinn til að sporna við því.

Niðurstaða
Þessi pistill er ekki byggður á skoðunum mínum persónulega, heldur pælingum um meiðsli leikmanna og mögulegar leiðir til að sporna við meiðslatíðni leikmanna, sem ég tel vera stærsta vandamál sem Arsenal FC glímir við og kemur í veg fyrir að framförum verði náð. Það þarf engan vegin að vera að ég hafi rétt fyrir mér, enda hefði ég þurft að rannsaka málið mun nánar persónulega til að mynda mér almennilegar skoðanir en ekki einungis hugmyndir sem skjótast upp í kollinum á mér um hvað mögulega er að eiga sér stað innan herbúða okkar ástkæra félags, Arsenal Football Club.

Eyþór Oddsson

Comments

comments