Uncategorized — 28/01/2015 at 10:35

Phil Neville: Rosicky sýnir andstæðingum enga virðingu

by

Arsenal v Swansea City - Premier League

Eitthvað virðist spilamennska Tomas Rosicky í sigurleiknum gegn Brighton hafa fokið í Phil Neville, fyrrum leikmann Everton og Manchester United.

Tékkinn knái skoraði eitt og lagði upp annað og átti að margra mati bestu frammistöðu allra á vellinum í þessum tiltekna leik.

Í þrígang í þessum leik beitti Rosicky því bragði að hann horfði í eina átt en senti boltan í hina áttina, og meðal annars í aðdraganda marksins sem Rosicky skoraði sjálfur.

Phil Neville í viðtali við BBC One:
Ef þetta væri á æfingu og einhver myndi gera þetta við mig, væri ég fyrstur til að fara í tveggja fóta tæklingu eða bara taka hann út úr leiknum.

Ef einhver gerði þetta á æfingu, myndi ég fara þangað og mölva viðkomandi.

Heimild: Daily Mail

Comments

comments