Uncategorized — 04/07/2012 at 19:19

Persie mun ekki semja við Arsenal aftur

by

Eins og fram kom 19. maí á þessari síðu þá “hagaði” Robin van Persie sig eftir síðasta heimaleik Arsenal eins og leikmaður sem ekki var að fara að koma aftur. Núna var hann að segja á heimasíðunni sinni að hann væri ekki að fara að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal.

Eftir svona tilkynningu þá verður erfitt fyrir Arsenal að fá pening fyrir hann þar sem öll lið vita núna hvað hann er að hugsa. Hann hefur því þvingað Arsenal út í horn til að selja sig og jafnvel selja sig ódýrt.

SHG

 

Comments

comments