Uncategorized — 30/08/2011 at 12:40

Per Mertesacker í læknisskoðun

by

Fréttir þess efnis að Per Mertesacker sé nú staddur í London til að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal hafa tröllriðið fréttamiðla í morgun en eins og fyrri daginn þá heyrist ekkert í Arsenal varðandi þetta.

Per Mertesacker hefur leikið 75 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur mikla reynslu og er mjög hávaxinn eða um 198cm á hæð. Mertesacker hefur verið hjá Werder Bremen síðan árið 2006 og leikið 142 leiki fyrir Bremen og í þeim skorað 12 mörk.

Ég persónulega hef verið lang spenntastur fyrir þessum varnarmanni í allt sumar og vona að nú sé eitthvað að gerast í þessum málum. Líklegt kaupverð er talið vera 9-10 milljónir punda.

 

Comments

comments