Uncategorized — 20/05/2012 at 18:24

Per Mertesacker byrjaður að æfa aftur

by

Varnamaðurinn Per Mertesacker er byrjaður að æfa aftur. Hann er í landsliðshópi Þjóðverja fyrir EM í Póllandi og Úkraínu.

Eins og kunnugt er þá meiddist hann með Arsenal gegn Sunderland í febrúar. Hann hefur ekkert spilað síðan þá og var núna að klára sína fyrstu fótboltaæfingu. Vegna meiðsla Vermaelen þá fékk hann ekki tækifæri til þess að aðlagast enska boltanum því honum var fleygt beint í djúpu laugina. Ef EM gengur vel hjá honum og hann fær gott undirbúningstímabil með Arsenal seinna í  sumar þá má búast við því að vörnin muni styrkjast töluvert á næsta tímabili.

SHG

 

Comments

comments