Pepe er mættur

Það var heldur betur óvænt á síðasta Laugardag þegar allir netmiðlar slógu því föstu að Arsenal væri í þann mund að ganga frá kaupum á Nicolas Pepe frá Lille í Frakklandi fyrir um 72 milljónir punda, maður var nú ekkert rosalega mikið að trúa þessu fyrr en maður fór að lesa meira um þetta frá traustari miðlum eins og til dæmis BBC og Sky Sport.

Í vikunni birtust síðan myndir af Pepe í læknisskoðun og þá fór maður fyrir alvöru að trúa þessu.

En nú loksins nærri viku seinna er Pepe orðinn leikmaður Arsenal og mun hann spila í treyju númer 19 eins og hann gerði fyrir Lille og gerir fyrir landsliðið sitt Fílabeinsströndina.

Velkominn Pepe, og vonandi áttu eftir að skora mörg mörk fyrir Arsenal og gleðja okkur í mörg mörg ár.