Uncategorized — 28/11/2013 at 12:54

Pat Rice lagður inn á spítala

by

Pat-Rice

Fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Arsenal, Pat Rice, hefur verið lagður inn á spítala sökum krabbameins. Pat Rice var ráðinn aðstoðarþjálfari Arséne Wenger árið 1996 og lét af störfum vorið 2012 eftir frábæran árangur og þó nokkra titla. Hann á einnig tæpa 400 leiki að baki sem hægri bakvörður með Arsenal og 49 landsleiki með Norður-Írlandi. Arsenal klúbburinn á Íslandi sendir honum batakveðjur.

TG

Comments

comments