Uncategorized — 10/05/2012 at 16:12

Pat Rice hættir

by

Eins og búist hafði verið við þá hefur Arsenal nú tilkynnt að Pat Rice muni hætta sem hægri hönd Arsene Wenger eftir þetta tímabil og mun Steve Bould koma inn í þjálfarateymi aðalliðs Arsenal, ekki er þó búið að tilkynna um það hvort hann taki stöðu Pat Rice eða hvort einhver annar muni taka þá stöðu.

Pat Rice spilaði með Arsenal frá 1966 til 1980, alls 397 leiki og skoraði alls 12 mörk. Eftir að hafa verið leikmaður með Arsenal spilaði hann með Watford frá 1980 til 1984, alls 112 leiki. Hann kom svo til Arsenal aftur árið 1984 og varð þjálfari unglingaliðs Arsenal. Árið 1996 var hann síðan skipaður aðstoðar framkvæmdarstjóri Arsenal.

Leikmenn Arsenal hafa haldið handa honum grillveislu og af myndunum úr þeirri veislu að dæma þá hefur verið mikið fjör þar.

Nú er bara að vona að Arsenal muni ná í jafn marga eða fleiri tiltla með nýjum aðstoðar framkvæmdarstjóra sem verður að teljast mjög líklegat að verði Steve Bould.

 

Comments

comments