Uncategorized — 21/06/2012 at 14:46

Parlour, Keown og Seaman hjálpa ungum fótboltamönnum

by

Þessir þrír fyrrum leikmenn Arsenal hafa samið við áhugamannaliðið Wembley. En það lið er skráð til leiks í FA Cup og tekur þátt í fyrstu umferð undankeppnarinnar sem hefst 11. ágúst. Þeir eru fyrst og fremst hugsaðir sem þjálfara og eiga að aðstoða Terry Vanables að þjálfa unga stráka sem ekki eru samningsbundir öðrum liðum.

Gömlu kempurnar eru hins vegar líka löglegir ef þeir þurfa að spila. En fyrst og fremst er þetta lið sett saman til að leyfa ungum strákum að láta drauma sína rætast. Gerðir verða sjónvarpsþættir tengt þessu ævintýri og núna hafa því Arsenal aðdáendur ástæðu til að fylgjast með FA Cup frá upphafi, ekki byrja í janúar þegar 3. umferðin byrjar.

SHG

Comments

comments