Uncategorized — 30/08/2011 at 03:22

Park Chu-Young númer 9 ??

by

Park Chu-Young, framherji frá Kóreu er sagður á leið til Arsenal fyrir um 10 milljónir punda. Park hefur spilað fyrir AS Monaco síðustu ár og hefur skorað 61 mark í 199 leikjum. Ekkert hefur þó verið staðfest um þessi kaup Arsenal en Park var búinn að samþykkja að fara til Lille og var í raun búinn að fara í fyrri hluta lækniskoðunar hjá þeim en mætti ekki þegar seinni hlutinn átti að fara fram.

Park Chu-Young er fæddur 10 Júlí 1985 og er því 26 ára. Hann er 183cm á hæð.

Enn er beðið staðfestingar á þessu.

 

Comments

comments