Uncategorized — 27/02/2014 at 12:31

Özil með og Verma í vinstri bakverði?

by

Arsenal Training Session

Wenger hélt sinn vikulega blaðamannafund í dag.

Hann talaði vel um Joel Campbell sem skoraði gegn Man Utd í vikunni. Ótrúlegt en satt þá þurfti hann að verja þá ákvörðun að gefa leikmönnum tveggja daga frí. Flestir hafa verið að spila 2-3 leiki á viku síðan í desember! OG svo talaði hann um komandi leik við Stoke.

Özil og Vermaelen er báðir byrjaði að æfa á ný og verða með gegn Stoke. Gibbs er sem fyrr meiddur auk þess sem Monreal nær líklegast ekki leiknum. Wenger á þó eftir að ákveða sig hvort Vermaelen spili sem vinstri bakvörður þar sem það er langt síðan hann spilaði síðasta leik.

Vermaelen hefur þó sýnt það að hann getur vel leyst þessa stöðu, en það hefur Flamini einnig gert. Hann spilaði hana töluvert tímabilið 2005/2006 og var lykilmaður í sterkri vörn Arsenal sem kom okkur í úrslitaleik Meistardeildarinnar.

SHG

Comments

comments