Uncategorized — 06/03/2015 at 22:42

Özil hefur hlaupið mest allra síðan í febrúar

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Özil hefur verið þó nokkuð gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í Arsenal búningi af enskum fjölmiðlum en margir vilja meina að hann eigi það til að vera latur.

Það er erfitt að vera sammála því þegar maður lítur á þá staðreynd að Mesut Özil er sá leikmaður sem hlaupið hefur mest allra Arsenal manna í leikjum síðan í 5-0 sigurleiknum á Aston Villa þann 1. febrúar, eða 64.24 kílómetra.

Ég vissi að það byggi mikill líkamlegur efniviður í manninum en ég vissi ekki hversu góður hann væri líkamlega. Hann er með risa líkamlegan efnivið.

Við erum allir í vinnu þar sem við höfum eitthvað að sanna í hverjum einasta leik. Ég trúi að hann hafi gæðin, hann leggur mikið á sig til að hjálpa liðinu og leggur meira að sér en það lítur út fyrir.

Hann er liðugur, léttur, lúmskur og hann lítur því stundum út fyrir að leggja ekki nógu mikið að sér, en hann gerir það.
Arsene Wenger

Heimild: Heimasíða Arsenal

Comments

comments