Uncategorized — 11/11/2013 at 14:27

Özil, Arteta, Rosicky, Mertesacker og Gnabry allir veikir

by

Manchester United v Arsenal - Premier League

Það fór eflaust ekki framhjá neinum að Mertesacker var ekki með í gær enda hefur hann spilað frábærlega í vetur og verið okkar besti varnarmaður. Hann og Rosicky urðu að draga sig út úr leikmannahópnum í gærmorgun.

Arteta, Özil og Gnabry voru einnig veikir en töldu sig vera í nægilegu standi til að spila leikinn. Svo má rökræða það hvort veikindin hefur haft áhrif á Özil enda spilaði hann sinn versta leik í Arsenal treyjunni í gær.

Þeir eru allir rúmliggjandi í dag og litlar líkur taldar á því að Mertesacker og Özil verði kallaðir inn í Þýska landsliðshópinn. Slæmar fréttir fyrir Þjóðverja en gott fyrir Arsenal að þeir fái smá hvíld.

SHG

Comments

comments