Uncategorized — 11/03/2015 at 11:46

Oxlade-Chamberlain með tognaða hnésbótarsin – Frá í 4 vikur

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Alex Oxlade-Chamberlain verður frá næstu fjórar vikurnar eftir að hafa tognað á hnésbótarsinarvöðvum í sigurleiknum gegn Manchester United á mánudag.

Hann missir því af landsleikjahléi Englendinga auk Meistaradeildarleiksins gegn Monaco í næstu viku og er ólíklegt að hann verði tilbúinn fyrir deildarleikinn mikilvæga gegn Liverpool 4. apríl.

Comments

comments