Uncategorized — 23/09/2013 at 17:43

Óvíst með meiðsli Walcott

by

Olympique de Marseille v Arsenal - UEFA Champions League

Theo Walcott átti að byrja í gær en fljótlega í upphitun fór hann að finna til í kviðvöðunum.

Hann dróg sig úr hópnum, Gnabry kom inn og Ryo fékk sæti á bekknum. Wenger hefur nú sagt að Theo hafði fundið til deginum áður en eftir læknisskoðun í gærmorgun var ákveðið að leyfa Walcott að spila.

En eins og áður segir þá komu meiðslin upp aftur, Wenger og læknateymi hans eru ekki alveg að átta sig á orsökum meiðslanna og því ekki vitað hvenær hann verður aftur tilbúinn.

Wenger notaði jafnframt viðtalið og sagði að Jack Wilshere væri þreyttur og yrði ekki með á miðvikudaginn gegn WBA í Capital One Cup.

SHG

Comments

comments