Uncategorized — 17/08/2014 at 12:30

Óvíst hve lengi Kieran Gibbs verður frá

by

Kieran Gibbs

Markmið Aaron Ramsey kann að hafa gefið Arsenal öll þrjú stigin gegn Crystal Palace í dag, en sigurinn kom í uppbótartíma.

Arsene Wenger stjóri viðurkenndi að vinstri bakvörður Kieran Gibbs hafði meiðst lítillega aftan í læri.

Gibbs spilaði 53 mínútur í sigri áður en honum var skipt útaf fyrir Spánverjann Nacho Monreal.

Á sínum tíma sem að hann hefur verið á Emirates Stadium, hefur þessi 24 ára gamli varnarmaður byggt upp gott orðspor fyrir að vera svolítill meiðslapési. Meiðsli hans koma ekki á óvart fyrir Arsenal en pirrandi engu að síður. Einn leikur búinn af tímabílinu, og Gibbs er strax meiddur.

Arsenal hafa ekki mikið af vinstri bakvörðum að velja úr, með Monreal sem eina kostin sem varamann fyrir Gibbs. Ef Enski landsliðsmaðurinn er meiddur um langan tíma, gæti Wenger  freistast til að fara inn á leikmannamarkaðin og finna auka liðsauka til að bæta við í vinstri bakvörðin.

Á hinn bóginn, ef að Gibbs mun aðeins missa eina eða tvær vikur úr keppni, þá er Monreal mjög góður kostur í byrjunarliðið.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments