Arsenalklúbburinn — 03/03/2016 at 09:02

Óvissuferð klúbbsins og Gaman Ferða

by

Þann 11. mars mun klúbburinn ásamt Gaman Ferðum fara til London á Arsenal-leik. En við vitum ekki enn hvaða leikur verður spilaður eða í hvaða keppni sá leikur verður.

Arsenal spilar gegn Hull í FA Cup næsta miðvikudag og mun sá leikur stjórna því hvaða leikur verður í óvissuferðinni.

Töpum við gegn Hull þá spilum við gegn WBA í deildinni laugardaginn 12. mars. Vinnum við Hull þá tekur við leikur gegn Watford í FA Cup sunnudaginn 13. mars.

Allar frekari upplýsingar má finna hér

Stjórnin

A_I

Comments

comments