Uncategorized — 13/04/2013 at 16:03

Ótrúlegur sigur gegn Norwich

by

Arsenal v Norwich City - Premier League

Arsenal voru ekki góðir í dag og verður að setja spurningamerki við þá ákvörðun Wenger að byrja með Jack. JAck komst aldrei í takt við leikinn og ákvörðunartaka hans var slök. Auk þess þá nýttist Cazorla engan vegin út á vængnum.

Fyrri hálfleikur var slakur en Arsenal fengu þó færi, Giroud skallaði í slá auk þess sem Bunn varði vel frá honum. En besta færið fékk Gervinho þegar hann komst einn í gegn, en fyrsta snertingin hans var slök og ekkert varð úr færinu.

Í síðari hálfleik þegar ekkert gekk, og Jack orðinn þeim mun þreyttari fóru Podolski, Walcott og Chamberlain að hita upp. En rétt áður en þeir fóru inn á þá skoraði Norwich upp úr aukaspyrnu þar sem fyrirliðinn Thomas Vermaelen gleymdi að elta sinn mann í boxinu.

Walcott og Podolski komu strax inn á og Cazorla fór inn á miðju. Við það breyttist leikur Arsenal til muna og rétt eftir að Podolski áttu þrumu skot í slá fékk Arsenal víti. Peysutog er eitthvað sem sést mjög reglulega inn í vítateigum, og það virtist um stund að dómarinn ætlaði ekki að gera neitt. En aðstoðardómarinn sem var í enn verri aðstöðu til þess að sjá brotið veifaði víti.

Arteta klikkaði ekki úr vítinu og við þetta fékk Arsenal, bæði leikmenn og áhorfendur blóð á tennurnar. Þó einungis fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náðu bæði Giroud og Podolski að skora.

3-1 eitt lokatölur leiksins og við það fer Arsenal í þriðja sætið. Vafasamt víti og spurning um rangstöði í síðasta markinu er eitthvað sem skiptir Arsenal-mönnum engu máli í dag.

SHG

Comments

comments