Uncategorized — 11/07/2015 at 01:31

Ospina vill vera áfram

by

David Ospina

Markvörðurinn David Ospina vill vera áfram í herbúðum félagsins þrátt fyrir komu Petr Cech til Arsenal og segir að hann hafi margt fram að færa.

Ospina stóð sig að flestra mati vel í markinu á seinustu leiktíð en þrátt fyrir það ákvað Wenger að kaupa Cech til félagsins þegar svo stór biti var annars vegar í boði, en Ospina hafði þá unnið inn byrjunarliðssæti af Wojciech Szczesny.

,,Í dag er ég markvörður Arsenal. Ég á fjögur ár eftir af mínum samning og við sjáum hvað gerist. Ég verð núna andlega tilbúinn til að vera áfram hjá Arsenal og sýna mitt á hverjum degi og allt sem David Ospina getur boðið Arsenal upp á.”

Ospina hafði verið orðaður við Everton og segist vera opinn fyrir því að fara þangað, en aðeins ef hann þyrfti að fara frá Arsenal.

,;Everton eru mjög keppnishæft lið sem sýndu mikilvæga hluti á seinasta tímabili og eru með góðan þjálfara og spila góðan fótbolta. Þeir eru með lið sem verður að taka mark á og stór möguleiki að fara þangað.”

,,Það eru aðrir möguleikar en hugur minn er hjá Arsenal og hér vil ég vera því ég er hamingjusamur í London og það er einnig fjölskylda mín, svo að ég vonast til að spila að minnsta kosti út samninginn sem er fjögur ár.”

,,Ég dáist að Cech og nú er frábær markmaður kominn. Yfir frídaga mína mun ég skoða og greina ýmsa hluti og tala við stjóran. Fyrir mér er það heiður að spila við hliðina á markverði með þessa reynslu. Markvörður heldur alltaf áfram að læra eitthvað á hverjum degi.”

Frétt einnig á fótbolti.net

Comments

comments