Uncategorized — 06/09/2014 at 00:49

Orð Szczesny tekin úr samhengi

by

Wojciech-Szczesny-Arsenal

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, sér sig knúinn til að leiðrétta orð sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum á Englandi í dag.

Haft var eftir Szczesny að Ospina væri ekki vinur hans og hann finndi ekki til með honum en orðin voru tekin úr samhengi.

,,Enskir fjölmiðlar verða að hætta að leita að fréttum sem ekki eru til. Ég sagði að ég var vanur að finna til með Fabianski því hann er góður vinur minn og átti skilið að spila í byrjunarliði,” sagði Szczesny en Fabianski hvarf á braut í sumar til Swansea, sem hefur byrjað tímabilið af krafti í ensku úrvalsdeildinni.

,,Þetta er allt annað en að segja að Ospina sé ekki vinur minn og ég finn ekkert til með honum, finnst ykkur það ekki? Með samfélagsmiðlum nú til dags verður bullið ykkar drepið strax,”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments