Uncategorized — 11/06/2012 at 22:54

Olivier Giroud í stað Chamakh?

by

Upp á síðkastið hefur Olivier Giroud leikmaður Montpillier verið orðaður við Arsenal en menn hafa talið það verið slúður. Núna er Arsenal búið að gera tilboð í manninn sem hljóðar upp á 7m punda og svo fer Chamakh einnig upp í kaupverðið.

Giroud sem leikur núna með Frönskumeisturunum í Montpillier er alveg til í að fara til Englands. Hann er franskur og leikur einmitt með Frakklandi núna á EM.

En ef að ef Montpiller er ekki tilbúið í Chamakh og 7m punda þarf Arsenal að taka fram 12m punda. En klásúla er í samningi leikmannsins sem tryggir það að Arsenal þarf ekki að borga meir.

Ég held að allir Arsenal menn geti verið sammála um að Chamakh hafi verið svolítið flopp og eru margir aðdáenduralveg til í þennan frakka.

Andri Berg

Comments

comments