Uncategorized — 28/05/2014 at 23:35

Oliver Giroud í viðræðum um nýjan samning við Arsenal

by

France v Norway - International Friendly

Oliver Giroud framherjinn sterki hjá Arsenal sem skoraði 22 mörk á nýliðnu tímabili hefur opinberað að hann sé í viðræðum um nýjan samning við Lundúnarliðið.

Framherjinn var að klára sitt annað tímabil hjá Arsenal, en hann kom til félagsins frá Montpellier á 12 milljónir punda sumarið 2012 og er orðinn mikilvægur hlekkur í Arsenal liðinu sem átti got tímabil og vann sinn fyrsta titil síðan árið 2005 þegar liðið tryggði sér FA bikarinn á dögunum með 3-2 sigri á Hull city.

Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Arsenal en við erum í viðræðum um framlengingu. Hér mun ég vera, þar eru spennandi tímanr framundan” Sagði Giroud við  footmercato.net

“Mér líður vel á Englandi. Fyrsta tímabilið gekk ágætlega en annað nokkuð vel. Ég vona að mér gangi jafnvel betur næsta tímabil. Ég er að bæta mig með hverju árinu, eins og allt liðið.

Oliver Giroud skoraði tvö mörk Frakka í 4-0 sigri á Noregi í vináttuleik á dögunum. Franska liðið er nú í fullum undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið í Brasilíu þar sem Giroud verður í eldlínunni, en verður gaman að fylgjast með honum.

 

Gunnhildur Oddsdóttir

Comments

comments