Uncategorized — 05/09/2012 at 12:47

Óhamingja Fabregas opnar dyrnar fyrir Arsenal

by

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Barcelona hefur opnað dyrnar fyrir endurkomu til Arsenal eftir að vera ekki byrjunarliðsmaður hjá Barcelona undanfarið.

Þessi leikmaður gerði það gott hjá Arsenal áður en hann fór til Barcelona síðasta sumar fyrir um 30 milljónir punda og hefur hann síðan þá unnið spænska konungsbikarinn og heimsmeistarakeppnina með Spáni.

Hinsvegar hefur hann ekki fengið mikinn spilatíma í byrjunarliði Barcelona eftir að Tito Vilanova tók við af Pep Guardiola og á hann enn eftir að spila fullar 90 mínútur fyrir liðið á tímabilinu.

Arsenal hafa forkaupsréttinn á leikmanninum en hann sagði við spænska miðilinn Marca: “Það er enginn hlutur eins og heimsklassa innáskiptingarmaður. Ég get allavega ekki sagt þér hvað þarf til þess.”

“Ég óska liðsfélögum mínum alltaf góðs gengis með bros á vör. Ef ég þarf að skilja brosið eftir þegar ég fer heim þá þarf það bara að vera þannig. Ég mundi aldrei láta liðsfélaga mína eða þjálfara sjá mig leiðan.”

“Ég hef alltaf sagt að ég vilji spila fyrir besta liðið í heiminum en ég kom hingað til að vera keppa, læra og njóta þess, ekki til þess að hita bekkinn.”

SRB

Comments

comments