Uncategorized — 24/07/2014 at 21:55

Auka frí fyrir heimsmeistara.

by

Germany v Argentina: 2014 FIFA World Cup Brazil Final

 

 

 

Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur gefið það út að Lukas Podolski, Mesut Özil og Per Mertesacker muni ekki verða tilbúnir í fyrsta leik tímabilsins á móti Crystal Palace.
Þessir leikmenn þýska landsliðsins munu fá auka viku í frí og mæta ekki til æfinga fyrr en 11.ágúst eða bara fimm dögum fyrir leikinn gegn palace.
“Ég gaf þeim lengra frí því ég hef reynslu af leikmönnum sem hafa spilað úrslitaleiki á HM, þeim veitir ekki af hvíldinni”

Hvort þetta veikir liðið fyrir komandi átök verður bara að koma í ljós en auðvitað hlökkum við til að sjá okkar besta lið gera sitt besta í öllum leikjum tímabilsins.

Germany v Argentina: 2014 FIFA World Cup Brazil Final

Magnús P.

Comments

comments