Uncategorized — 28/07/2011 at 23:07

Nýtt boð í Jagielka, nú 15 M punda

by

Greint er frá því í kvöld að Arsenal hafi lagt fram nýtt tilboð í Phil Jagielka í dag. Þetta nýja tilboð í miðvörð Everton á víst að vera í kringum 15 milljónir punda en Arsenal bauð um 10 milljónir punda í Jagielka um daginn sem var að sjálfsögðu hafnað. Sagt er frá því í fréttinni sem kemur frá The Telegraph að vonir standi nú til þess að hægt verði að ljúka kaupunum á næstu 48 klúkkutímum.

Það er þó vitað að Everton voru að falast eftir um 18 milljónum punda fyrir Jagielka og því er stóra spurningin sú hvort Everton láti sér þetta nægja.

 

Comments

comments