Uncategorized — 27/11/2013 at 15:41

Nýr samningur verðlaun segir Mertesacker

by

20131127-154039.jpg

Per Mertesacker segir að samningurinn sem stendur honum til boða frá Arsenal séu verðlaun fyrir góða spilamennsku þetta ár.

Í síðustu viku staðfesti Arsene Wenger að hafnar væru viðræður við Per. Samningur þjóðverjans stóra á 18 mánuði eftir. En hann skrifaði undir hjá Arsenal á lokadegi leikmannagluggans í ágúst 2011.

Per var stolltur eftir leikinn í gær og ánægður neð lífið eftir erfiða byrjun.

“Fyrsta árið var erfitt fyrir mig, en klúbburinn og þjálfarinn höfðu trú á mér og treystu. Þetta eru því verðlaun að strax sé verið að tala við mig um nýjan samning,” sagði Per.

“Ég tók minn tíma að aðlagast og það eru margar ástæður fyrir því. Ég missti alveg af undirbúningstímabilinu þegar ég kom, það var því erfitt að byrja að spila strax.”

“Svo meiddist ég illa á ökklanum gegn Sunderland þannig að ég missti af EM2012. Ég var því í góðu standi þegar mitt annað tímabil byrjaði. Kannski var það gott að ég komst ekki á þetta stórmót því þá gafst mér tími að vinna í sjálfum mér.”

Það eru góðar fréttir fyrir Arsenal að báðir aðilar eru jákvæðir á framlengingu. Per er frábær varnarmaður þó flestir voru búnir að afskrifa hann eftir fyrsta tímabilið hans með liðinu.

SHG

Comments

comments