Uncategorized — 24/11/2012 at 11:47

Nýr “risa-samningur” Arsenal og Emirates

by

Eins og flestir þá sömdu Arsenal og Emirates um framlengingu á samningnum sínum í gær.

Þessi ný samningur tryggir Arsenal 30 milljónir punda næstu fimm árin segja fjölmiðlar. Er þetta eins góður samningur og fjölmiðlar hafa verið að halda fram eða er hann slæmur eins og bloggarar og ársmiðahafar hafa verið að segja?

Fyrri samningurinn hljóðaði upp á £90m fyrir 8 ár á búningi Arsenal auk 15 ár sem nafn á vellinum. Þessi nýji er samingur upp á £150m fyrri 5 ár í viðbót á búingum Arsenal og 7 ár í viðbót sem nafn á vellinum.

Ekki er gefið upp nákvæmlega hvernig þessu er háttað en eftir samtöl við nokkra þá er nokkuð ljóst að Arsenal er ekki alveg að fá það sem þeir vildu en eru þó að fá töluvert meir en flest önnur lið.

Í fyrstu var talið að Arsenal væri ekki að fá neitt fyrir nafnið á vellinum eftir tímabilið 2018/2019 og því væri þessi samningur “bara” 30 milljónir á ári næstu fimm árin. En svo er ekki. Í gamla samningnum þá var £42m sem fór í nafnið, eða £2,8m á ári. Þessi samningur er óbreyttur hvað það varðar og því eru £20m af þessum £150m sem fara í að borga áfram rétt á nafninu á vellinum.

Margir hugsa núna að £2,8m fyrir nafn á vellinum er ekki neitt. En það er í raun ásættanlegur samningur, Juventus og Byern sem eru með bestu svona samingana í heiminum eru að fá £4m á ári fyrir það að selja nafnið á vellinum sínum. Þetta eru tvö lið sem eru í töluvert sterkari stöðu en Arsenal enda vinna þessi lið reglulega titla í sínu landi.

Eftir stendur þá búningasamningur upp á £26m á ári á móti þær £5,5m sem Arsenal var að fá. Einungis Man Utd er með betri samning eða £45m á ári.

Það sem hins vegar gefur til kynna að Arsenal virkilega þurfti á þessum peningum að halda og það strax er að Emirates byrjar að borga þessar £26m næsta sumar. En framlengingin tekur ekki gildi fyrr en tímabilið 2014/2015. Síðasta tímabilið, 2018/2019 munum við því ekki fá neitt fyrir að að vera með Fly Emirates framan á búningi okkar.

Ekki hefði verið hægt að gera þetta ef samið hefði verið við nýja aðila.

Eins gott að búið verður að borga Emirates þá!

SHG

Comments

comments