Arsenalklúbburinn — 07/10/2016 at 14:39

Núna eru þið fréttaritarar!

by

14571901_10209161029157156_164027862_o

Daginn kæru félagar

Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir þá er vefsíðan okkar ekki uppfull af fréttum þessa stundina. Þær fréttir sem hafa ratað inn eru flestar tilkynningar frá stjórn Arsenalklúbbsins.

Eftir umræður sem sköpuðust á síðasta aðalfundi, þá hefur verið unnið úr þeim hugmyndum og vefsíðan hefur nú tekið beygju í nokkuð aðra átt.

Við gerum okkur grein fyrir því að fréttamenn www.arsenal.is munu ekki vera fyrstir með fréttirnar. Samkeppnin er orðin mikil og á meðan sumir fá borgað fyrir það að sitja við tölvu og bíða eftir því að fréttir berast þá eru þeir sem eru í kringum arsenal.is í öðrum vinnum og nota frítímann sinn í að skrifa fréttir.

Breytingin sem er verið að fara í er þessi, að núna getur hver sem er skráð sig inn á síðuna og sett inn fréttir, vangaveltur, leikjaumfjöllun, upplifun af London ferð eða bara hvað sem mönnum dettur í hug.

Með þessu er hugmyndinn af færa síðuna nær aðdáendum og hún mun verða “okkar”. Ef þú vilt skrifa um það hvernig þú byrjaðir að halda með Arsenal, minningargrein um fallinn félaga þá gerir þú það. Allar fréttir fara á biðlista og fréttastjóri síðunnar, Sigurður Hilmar mun svo samþykkja fréttirnar.

Eina sem klúbburinn fer fram á er að menn skrá sig inn undir nafni, það verða ekki birtar fréttir frá notendanöfun á borð við Arsenal4life eða þess háttar. Þetta er okkar síða og við æltum að hafa hana þannig.

Þegar aðdáendur eru búnir að skrá sig inn þá mætir þeim stjórnborð sem nokkuð auðvelt er að skilja. En ef það eru einhverjar spurningar þá um að gera að senda á hilmar@arsenal.is

Fréttastjóri mun áfram koma með tilkynningar frá klúbbnum á síðuna auk þess ef stórar fréttir berast frá London.

 

Stjórnin

Comments

comments