Arsenalklúbburinn — 05/08/2015 at 12:55

Nú fer hver að verða síðastur

by

arsenal_iceland

 

 

Innskráningarleikur Arsenalklúbbsins er í fullum gangi núna. Allir félagsmenn frá því á síðasta tímabili hafa fengið gíróseðil og hafa frest þangað til 20. ágúst til að komast í pottinn.

 

Einnig viljum við taka fram að nýjir félagsmenn geta einnig komist í pottinn, þeir geta millifært félagsgjaldið inn á reikning klúbbsins: Bankabók 0143-26-1413, kennitala 620196-2669. Senda þarf svo upplýsingar á gjaldkeri@arsenal.is, þ.e. nafn, heimilisfang, e-mail og síma.

 

Fullt gjald er 2.800 kr. Minnum einnig á fjölskyldutilboðið okkar (þá er miðað við fólk sem er með sama lögheimili) fyrstu tveir borgi fullt gjald, sá þriðji borgar hálft gjald og aðrir fá frítt.

 

Dregið verður svo um vinningshafa í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hálfleik í leik Arsenal – Liverpool mánudaginn 24. ágúst.

 

Vinningarnir eru ekki af verri endanum, eða ferð fyrir tvo í hópferð klúbbsins og Gaman Ferða á Arsenal – Stoke í september, 15.000 kr. bensíninneign hjá Orkunni og búningar frá InterSport.

 

Stjórn  Arsenalklúbbsins á Íslandi.

Comments

comments