Uncategorized — 22/11/2011 at 14:45

Norwich – Arsenal 1-2

by

Eftir þetta langa landsleikjahlé mætti Arsenal til Norwich í hádeginu á Laugardag og náði að vinna 2-1 á Carrow Road. Robin Van Persie hélt áfram sínu góða gengi og skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum. Arsenal hefði hæglega getað unnið leikinn með miklu stærri mun en mörg dauðafæri fóru í súginn í leiknum.

Norwich skoraði fyrst í leiknum og kom mark Norwich upp úr hræðilegum mistökum sem Per Mertesacker gerði í vörn Arsenal. Van Persie skoraði síðan fyrra mark sitt á 27 mínútu. Sigurmarkið kom síðan á 59 mínútu. Eins og áður sagði þá var Arsenal liðið að skapa sér mjög mörg færi í leiknum en ótrúlega erfiðlega gekk að koma boltanum í netið. Walcott, Gervinho og Van Persie voru hreint og beint frábærir í sókn Arsenal.


1564341 by buitre9

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Laurent Koscielny
Per Mertesacker
Thomas Vermaelen
Andre Santos
Alex Song
Mikel Arteta
Aaron Ramsey
Theo Walcott(90)
Gervinho(77)
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Johan Djourou(90)
Francis Coquelin
Yossi Benayoun(77)
Tomas Rosicky
Andrey Arshavin
Marouane Chamakh

Comments

comments