Uncategorized — 07/02/2015 at 15:02

Norður-London gerðist hvít í einn dag

by

IMG_2739-0.JPG

Arsenal fór í heimsókn á White Hart Lane í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og töpuðu 2-1.

Það var Harry Kane sem skoraði bæði mörk Tottenham í seinni hálfleik en Özil kom Arsenal yfir á 11. mínútu með því að fylgja eftir skoti Olivier Giroud, sem var lagt upp með frábærum sprett frá Danny Welbeck.

Var það nokkurnvegin það eina jákvæða við leik Arsenal manna í dag sem þurfa að girða sig í brók og gera betur.

Arsenal eiga næst leik á þriðjudag gegn Leicester City og nú er að vona að okkar menn mæti tilbúnir í þann slag.

EEO

Comments

comments