Uncategorized — 06/02/2015 at 20:39

Norður London er rauð!

by

(null)

Nàgrannaslagurinn!

Þessir leikir eru leiknir af mikilli ákefð og hversu mikil ákefð er stjórnað af því hverssu vel þú hefur undirbúið þig andlega og líkamlega. Ég held að bæði lið munu mæta tilbúin í þennan leik. –Arsene Wenger.
.

P44 W21 D17 L6.
Síðan Arsene Wenger tók við hefur nágrannaslagurinn um norður london farið fram 44 sinnum og hefur Arsenal skilað sigri í 21 þeirra (frá 19.mars 2000 og 22.jan 2008 fór Arsenal í gegnum 21 leik án þess að tapa á móti Tottenham, sem er met.) og 17 sinnum hafa liðin skilið jöfn. Aðeins 6 töp hafa litið dagsins ljós á þessum tíma og myndi ég telja það bara ágætlega afrekað en auðvitað mættu sigrarnir vera fleirri .
Vill maður ekki alltaf meira?
.

Nágrannaslagurinn um norður London á sér langa sögu eða alla leið aftur til 4.desember 1909 þegar Arsenal lagði Tottenham 1-0 í deild sem hét á þeim tíma Football League og hefur oft verið nefndur einn af þeim harkalegri í enskum bolta.
Nágrannaslagurinn hefur farið fram 177 í heildina og Arsenal sigrað 77 leiki, 48 hafa endað með jafntefli og tottenham hafa unnið 54 leiki.
Saga þessara liða er reyndar aðeins lengri en fyrr nefnd dagsetning og var fyrsti leikur þessara liða árið 1887 þegar Arsenal var staðsett í Plumstead og þá hét liðið Royal Arsenal.
.

Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hefur Arsenal staðið sig betur en Tottenham og unnið deildina þrisvar en Tottenham hefur ekki náð því afreki ennþá. Arsenal hefur einnig endað ofar í úrvalsdeildinni í 19 af þeim 21 tímabilum sem deildin hefur farið fram. Viðureign þessara liða er einnig markverð fyrir að vera sú viðureign sem er skorað hvað mest í í deildinni eða 128 mörk í 45 leikjum.
.

Eitt ætti að vera alveg fyrir víst að leikurinn verður mikil skemmtun og eitthvað af mörkum munu líta dagsins ljós.
.

Áfram Arsenal!

Magnús P.

Comments

comments