Uncategorized — 25/03/2013 at 21:04

NextGen Series: Arsenal í undanúrslit og mætir Chelsea

by

Arsenal FC v FC Schalke 04 - UEFA Champions League
Sergey Gnabry skoraði markið sem fleytti Arsenal í undanúrslit

Arsenal eru komnir í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu U-19 ára liða eða NextGen Series eftir góðan 1-0 sigur á CSKA Moskvu á Emirates í dag.

Arsenal spiluðu fínan leik og uppskáru 1-0 sigur á sterku rússnesku liði, en það var Þjóðverjinn Sergey Gnabry sem að skoraði eina mark leiksins.

Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Stadio Guiseppe Sinigaglia, sem staðsett er í Como á Ítalíu en hann er á föstudaginn klukkan 15:00.

Í hinum undanúrslitaleiknum eru Aston Villa að etja kappi við Sporting frá Portúgal og því eru þrjú ensk lið í undanúrslitum keppninnar.

Eyþór Oddsson

Comments

comments